Betra samfélag: Við þurfum að vinna saman Sigurður Ragnarsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Við þurfum að hjálpast að við uppbyggingu og þróun betra samfélags. Í því sambandi er meðal annars mikilvægt að við höfum á að skipa ábyrgu forystufólki, á öllum sviðum, sem leggur áherslu á samfélagsábyrgð og hefur það sem meginmarkmið að þjóna samfélaginu, auk þess að hafa hugrekki til að framkvæma og leiða með heilindi að leiðarljósi. Þetta kann að hljóma einfalt en er erfiðara í framkvæmd og mannskepnan virðist oft gleyma sér eða hreinlega taka meðvitaða ákvörðun um að setja eigin hagsmuni á oddinn og sniðganga hagsmuni annarra. Við höfum séð fjöldamörg dæmi um þetta síðustu ár, til dæmis hafa eigendur og stjórnendur ýmissa fyrirtækja eingöngu eða mestmegnis hugsað um eigin hag og ekki hirt um hvernig öðrum reiðir af eða hvaða afleiðingar gjörðir þeirra hafa á starfsfólk, hluthafa og/eða samfélagið almennt.Siðferðileg forysta Einn mikilvægur þáttur í að tryggja okkur ákveðin lífsgæði er fagleg forysta sem byggir á góðu siðferði. Í þessu samhengi þurfum við að hafa í huga að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Fagleg og siðferðileg forysta gengur ekki út á að setja ákveðna einstaklinga á stall, fela þeim óskoruð völd og bíða svo eftir að þeir reddi málum. Það kann að hljóma sem klisja en það sem þarf er samvinna sem byggir á heilindum, siðferðilegri framsýni og framkvæmdagleði, þ.s. fólk er reiðubúið að axla ábyrgð og bæði þjóna og leiða í samfélaginu. Þetta felur m.a. í sér að viðurkenna mistök, leitast við að læra af þeim og hafa metnað og hugrekki til að vinna gegn ranglæti ásamt því að skoða vel og meta mögulegar afleiðingar þeirra ákvarðana sem við tökum. Það er reyndar mikið gleðiefni að víða finnur maður jákvæðan kraft í samfélaginu og ekki virðist lengur eðlilegt að gera lítið úr áherslum á heilindi og kærleika. Já, ég segi kærleika því hann er grunnurinn að öllu. Okkur má ekki vera sama um náungann, um samfélagið okkar. Kærleikurinn er kraftur sem fer aldrei úr tísku og er þegar á botninn er hvolft eitt kraftmesta og jákvæðasta fyrirbæri sem fyrirfinnst. Málið er í raun sáraeinfalt, við þurfum að starfa af heilindum og vinna saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að hjálpast að við uppbyggingu og þróun betra samfélags. Í því sambandi er meðal annars mikilvægt að við höfum á að skipa ábyrgu forystufólki, á öllum sviðum, sem leggur áherslu á samfélagsábyrgð og hefur það sem meginmarkmið að þjóna samfélaginu, auk þess að hafa hugrekki til að framkvæma og leiða með heilindi að leiðarljósi. Þetta kann að hljóma einfalt en er erfiðara í framkvæmd og mannskepnan virðist oft gleyma sér eða hreinlega taka meðvitaða ákvörðun um að setja eigin hagsmuni á oddinn og sniðganga hagsmuni annarra. Við höfum séð fjöldamörg dæmi um þetta síðustu ár, til dæmis hafa eigendur og stjórnendur ýmissa fyrirtækja eingöngu eða mestmegnis hugsað um eigin hag og ekki hirt um hvernig öðrum reiðir af eða hvaða afleiðingar gjörðir þeirra hafa á starfsfólk, hluthafa og/eða samfélagið almennt.Siðferðileg forysta Einn mikilvægur þáttur í að tryggja okkur ákveðin lífsgæði er fagleg forysta sem byggir á góðu siðferði. Í þessu samhengi þurfum við að hafa í huga að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Fagleg og siðferðileg forysta gengur ekki út á að setja ákveðna einstaklinga á stall, fela þeim óskoruð völd og bíða svo eftir að þeir reddi málum. Það kann að hljóma sem klisja en það sem þarf er samvinna sem byggir á heilindum, siðferðilegri framsýni og framkvæmdagleði, þ.s. fólk er reiðubúið að axla ábyrgð og bæði þjóna og leiða í samfélaginu. Þetta felur m.a. í sér að viðurkenna mistök, leitast við að læra af þeim og hafa metnað og hugrekki til að vinna gegn ranglæti ásamt því að skoða vel og meta mögulegar afleiðingar þeirra ákvarðana sem við tökum. Það er reyndar mikið gleðiefni að víða finnur maður jákvæðan kraft í samfélaginu og ekki virðist lengur eðlilegt að gera lítið úr áherslum á heilindi og kærleika. Já, ég segi kærleika því hann er grunnurinn að öllu. Okkur má ekki vera sama um náungann, um samfélagið okkar. Kærleikurinn er kraftur sem fer aldrei úr tísku og er þegar á botninn er hvolft eitt kraftmesta og jákvæðasta fyrirbæri sem fyrirfinnst. Málið er í raun sáraeinfalt, við þurfum að starfa af heilindum og vinna saman.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun