Var gaman í gær? Rikka skrifar 7. júní 2014 10:00 Var gaman í gær? Mynd/getty Kannastu við það að liggja á baðherbergisgólfinu “daginn eftir” og faðma postulínið eins og ástvin sem að þú hefur ekki séð í ár og daga? Þú minnist þess að það hafi nú verið svolítið gaman í gær en vaknar upp við þá martröð sem bíður þín í dag ... þynnka. Hin ömurlega og óboðna þynnka er mætt á svæðið. Einkennin eru verkir í höfði og maga, ógleði, lystarleysi, niðurgang, þreytu, svima, kvíða, skjálfta, hjartslátt og almenn vanlíðan. Ofan á þetta bætist svo stundum vond samviska og í verstu tilfellunum eftirsjá. Af hverjum verðum við þunn? Hausverkurinn og vanlíðanin sem myndast í þynnkunni er ekkert annað en afleiðing af einskonar ofþornun í líkamanum. Ofþornunin verður vegna þess að áfengi hindrar myndum vasopressíns, hormóns sem hefur það hlutverk að halda jafnvægi á vatnsbúskapi líkamans. Við það má segja að vökvinn renni beint í gegnum okkur ásamt þeim vökva sem að líkaminn býr yfir. Til að skýra þetta frekar er gott að taka smá dæmi: Ef að einstaklingur drekkur 250 ml af bjór, losar líkaminn sig við 800-1000 ml af vökva. Í þeim umframvökva sem að líkaminn er að losa sig við eru lífsnauðsynleg steinefni og næringarefni sem annars hefðu nýst líkamanum á annan hátt. Drekktu vatn.Mynd/getty Hvað er til ráða? Besta ráðið er náttúrulega að hætta drykkju eða allavega minnka hana og drekka nóg af vatni fyrir, á meðan á drykkju stendur og daginn eftir. Upplagt er að borða banana daginn eftir en þeir eru stútfullir af kalíum sem ýtir undir jákvæð áhrif á vatnsbúskap líkamans.Egg er svo yndislegur orkugjafi og innihalda cysteine amínósýrurnar en þær hjálpa til við að brjóta niður eiturefnin sem myndast í líkamanum við áfengisdrykkju. Heilsa Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur“ Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur
Kannastu við það að liggja á baðherbergisgólfinu “daginn eftir” og faðma postulínið eins og ástvin sem að þú hefur ekki séð í ár og daga? Þú minnist þess að það hafi nú verið svolítið gaman í gær en vaknar upp við þá martröð sem bíður þín í dag ... þynnka. Hin ömurlega og óboðna þynnka er mætt á svæðið. Einkennin eru verkir í höfði og maga, ógleði, lystarleysi, niðurgang, þreytu, svima, kvíða, skjálfta, hjartslátt og almenn vanlíðan. Ofan á þetta bætist svo stundum vond samviska og í verstu tilfellunum eftirsjá. Af hverjum verðum við þunn? Hausverkurinn og vanlíðanin sem myndast í þynnkunni er ekkert annað en afleiðing af einskonar ofþornun í líkamanum. Ofþornunin verður vegna þess að áfengi hindrar myndum vasopressíns, hormóns sem hefur það hlutverk að halda jafnvægi á vatnsbúskapi líkamans. Við það má segja að vökvinn renni beint í gegnum okkur ásamt þeim vökva sem að líkaminn býr yfir. Til að skýra þetta frekar er gott að taka smá dæmi: Ef að einstaklingur drekkur 250 ml af bjór, losar líkaminn sig við 800-1000 ml af vökva. Í þeim umframvökva sem að líkaminn er að losa sig við eru lífsnauðsynleg steinefni og næringarefni sem annars hefðu nýst líkamanum á annan hátt. Drekktu vatn.Mynd/getty Hvað er til ráða? Besta ráðið er náttúrulega að hætta drykkju eða allavega minnka hana og drekka nóg af vatni fyrir, á meðan á drykkju stendur og daginn eftir. Upplagt er að borða banana daginn eftir en þeir eru stútfullir af kalíum sem ýtir undir jákvæð áhrif á vatnsbúskap líkamans.Egg er svo yndislegur orkugjafi og innihalda cysteine amínósýrurnar en þær hjálpa til við að brjóta niður eiturefnin sem myndast í líkamanum við áfengisdrykkju.
Heilsa Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur“ Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur