Orð eru til alls fyrst Margrét María Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun