Stjórnarandstöðunni hugnast ekki að hafa þrjá seðlabankastjóra Ingvar Haraldsson skrifar 16. ágúst 2014 13:00 Áfram Seðlabankastjóri Már Guðmundsson gaf út í gær að Ekki væri víst að hann myndi sækja aftur um stöðu Seðlabankastjóra kæmi til slíks vegna breytinga á lögum um Seðlabankann. vísir/daníel Steingrímur J. Sigfússon segir mikilvægt að skapa ekki óróleika um seðlabankann. Már Guðmundsson var í gær skipaður Seðlabankastjóri til fimm ára. Í skipunarbréfi til Más er bent á að fjármálaráðherra hafi skipað nefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem „geta haft áhrif á störf yðar hjá bankanum“ segir í skipunarbréfinu. Már Guðmundsson sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði óvíst hvort hann myndi sækjast eftir endurráðningu yrði lögum um yfirstjórn Seðlabankans breytt. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, er sáttur við ráðninguna en hugnast ekki breytingar á lögum um yfirstjórn Seðlabankans, en hann situr í samráðshópi um endurskoðun laga um bankann. „Eitt er að uppfæra einhver ákvæði laga, annað væri að opna á grundvallar skipulags- og kerfisbreytingar. Ég held að það síðasta sem við þurfum sé að að skapa óróleika um þessa mikilvægu stofnun,“ segir Steingrímur.Oddný G. Harðardóttir segir ekki sjá þörf fyrir þrjá seðlabankastjóra.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tekur undir orð Steingríms. „Ég hef ekki séð neinar sérstakar röksemdir fyrir fjölgun seðlabankastjóra,“ segir Guðmundur en bætir við að sjálfsagt sé að bíða eftir niðurstöðu endurskoðunarnefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður fjárlaganefndar, segist ekki sjá þörf fyrir þrjá seðlabankastjóra. Oddný segir furðulegt að auglýsa starfið áður en heildarendurskoðun laga um bankann sé lokið. „Það var náttúrulega mjög skrítið. Það gaf til kynna að verið væri að huga að breytingum á lögum um Seðlabankann sem ekki er búið er að hugsa til enda.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir staða seðlabankastjóra innan peningastefnunefndar umhugsunarverða.Aðspurður hvort lög um peningastefnunefnd verði einnig tekin til endurskoðunar segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, það ekki vera meginatriði í vinnunni sem endurskoðunarnefndinni var falið. Þó sé umhugsunarvert að „formlega séð getur sú staða skapast að seðlabankastjóri, sem ráðinn er lögum samkvæmt á grundvelli sérfræðiþekkingar og menntunar, geti orðið í minnihluta í peningastefnunefnd gagnvart starfsmönnum sem eru lægra settir en hann í bankanum og ekki eru gerðar jafn miklar kröfur til,“ segir Bjarni en bætir þó við að koma verði í ljós hvort endurskoðunarnefndin leggi fram einhverjar tillögur varðandi peningastefnunefnd. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir mikilvægt að skapa ekki óróleika um seðlabankann. Már Guðmundsson var í gær skipaður Seðlabankastjóri til fimm ára. Í skipunarbréfi til Más er bent á að fjármálaráðherra hafi skipað nefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem „geta haft áhrif á störf yðar hjá bankanum“ segir í skipunarbréfinu. Már Guðmundsson sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði óvíst hvort hann myndi sækjast eftir endurráðningu yrði lögum um yfirstjórn Seðlabankans breytt. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, er sáttur við ráðninguna en hugnast ekki breytingar á lögum um yfirstjórn Seðlabankans, en hann situr í samráðshópi um endurskoðun laga um bankann. „Eitt er að uppfæra einhver ákvæði laga, annað væri að opna á grundvallar skipulags- og kerfisbreytingar. Ég held að það síðasta sem við þurfum sé að að skapa óróleika um þessa mikilvægu stofnun,“ segir Steingrímur.Oddný G. Harðardóttir segir ekki sjá þörf fyrir þrjá seðlabankastjóra.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tekur undir orð Steingríms. „Ég hef ekki séð neinar sérstakar röksemdir fyrir fjölgun seðlabankastjóra,“ segir Guðmundur en bætir við að sjálfsagt sé að bíða eftir niðurstöðu endurskoðunarnefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður fjárlaganefndar, segist ekki sjá þörf fyrir þrjá seðlabankastjóra. Oddný segir furðulegt að auglýsa starfið áður en heildarendurskoðun laga um bankann sé lokið. „Það var náttúrulega mjög skrítið. Það gaf til kynna að verið væri að huga að breytingum á lögum um Seðlabankann sem ekki er búið er að hugsa til enda.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir staða seðlabankastjóra innan peningastefnunefndar umhugsunarverða.Aðspurður hvort lög um peningastefnunefnd verði einnig tekin til endurskoðunar segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, það ekki vera meginatriði í vinnunni sem endurskoðunarnefndinni var falið. Þó sé umhugsunarvert að „formlega séð getur sú staða skapast að seðlabankastjóri, sem ráðinn er lögum samkvæmt á grundvelli sérfræðiþekkingar og menntunar, geti orðið í minnihluta í peningastefnunefnd gagnvart starfsmönnum sem eru lægra settir en hann í bankanum og ekki eru gerðar jafn miklar kröfur til,“ segir Bjarni en bætir þó við að koma verði í ljós hvort endurskoðunarnefndin leggi fram einhverjar tillögur varðandi peningastefnunefnd.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira