Úlfur, úlfur Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun