FME sektar Eimskip um 20 milljónir kr. vegna Innovate 5. desember 2008 09:47 Fjármálaeftirlitið hefur gert Eimskip að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 20 milljónir króna. Sektina fær félagið vegna frestunar á birtingu innherjaupplýsinga vegna fjárhagserfiðleika Innovate Holdings Ltd, dótturfélags Eimskips í Bretlandi síðastliðið vor. Í tilkynningu um málið segir að Eimskip keypti 55% hlut í Innovate í Bretlandi árið 2006 og eignaðist síðar allt félagið árið 2007. Í febrúar sl. voru málefni Innovate til umræða á stjórnarfundi og kom þá fram að áætlanir vegna Innovate voru ekki að ganga eftir. Álitið var að um tímabundnar þrengingar væri að ræða og ákvað stjórnin að styðja við Innovate líkt og oft er gert þegar félög eru talin ganga í gegnum tímabundna erfiðleika. Að mati félagsins voru á þessum tíma ekki til staðar skýrar upplýsingar hjá Eimskip um að fjárhagsstaða Innovate væri jafn slæm og síðar kom í ljós, þar er að afskrifa þyrfti Innovate í heild sinni úr bókum Eimskips. Hefði það verið skoðun fyrrum stjórnenda og stjórnar félagsins að fjárhagsstaða Innovate væri jafn slæm og síðar kom í ljós hefði stjórnin eðli málsins samkvæmt ekki tekið þá ákvörðun um að styðja við Innoavate með verulegum fjárframlögum fram í maí. Þannig kom mat félagsins á fjárhagsstöðu Innovate beinlínis fram í aðgerðum þess. Þann 20. febrúar síðastliðinn hætti þáverandi forstjóri félagsins og aðstoðarforstjóri tók við starfinu tímabundið þar til núverandi forstjóri var ráðinn í maí sl. til félagsins. Á aðalfundi félagsins 18. mars síðastliðinn var ný stjórn félagsins kosin og tóku þrír nýir stjórnarmenn sæti í stjórninni. Á fundi í byrjun maí síðastliðinn var kynnt mun alvarlegri staða hjá Innovate en áður var talið og tók stjórn félagsins þá í kjölfarið ákvörðun um að hættafjárstuðningi við Innovate. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að staða Innovate væri mun alvarlegri en fyrrum stjórnendur og stjórn töldu. Þá tók stjórn félagsins ákvörðun um að fresta birtingu upplýsinga um rekstrarvandaInnovate til að vernda lögmæta hagsmuni Innovate, Eimskips, hluthafa,kröfuhafa, starfsmanna og viðskiptavina Innovate. Var unnið eftir enskum lögum og samkvæmt ráðgjöf þarlendra ráðgjafa og lögmanna. Strax í kjölfarið var unnið að því með breskum ráðgjöfum að koma eignum Innovate í söluferli og áherslalögð á að fá sem mest verðmæti fyrir eignir Innovate til að takmarka tjón vegnagjaldþrots Innovate, fyrir Eimxskip og kröfuhafa Innovate. Hefðu upplýsingar um yfirvofandi gjaldþrot Innovate verið birt á þeirri stundu telur stjórn Eimskipsljóst að veruleg verðmæti hefðu tapast, þar sem viðskiptavinir og starfsmennInnovate hefðu líklega yfirgefið félagið og þar með hefði verðmæti rekstrarorðið mjög takmarkað. Stjórn félagsins með stjórnendur þess unnu málið í góðritrú meðal annars með breskum ráðgjöfum og lögmönnum. Stjórn Eimskips telur sig hafa haft fullgildar heimildir til að fresta tímabundið birtingu upplýsinga umerfiðleika í rekstri Innovate og það er mat stjórnar að upplýsingaskyldafélagsins hafi myndast í maí. Með því að fresta tímabundið birtingu upplýsingaum rekstrarvanda Innovate frá maí fram í júní var stjórn Eimskips að vernda lögmæta hagsmuni og forða félaginu frá frekari tjóni. Telur stjórn Eimskips að tekist hafi að vernda hagsmuni kröfuhafa Innovate og aflétta ábyrgðum sem Eimskip var í fyrir Innovate, einkum ábyrgð gagnvart Glitni banka hf., samtals að fjárhæð 9,5 milljónir punda. Loks var verið eftir fremsta megni að vernda hagsmuni kröfuhafa sem Innovate bar skylda til samkvæmt enskum lögum. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að félagið hafi brotið gegn lögum um verðbréfaviðskiptum með því að tilkynna ekki strax í febrúar um erfiðleika í rekstri Innovate. Ekki er fallist á rökstuðning Eimskips um að upplýsingaskylda hafi fyrst stofnast í maí og heimilt hafi verið að fresta birtingu upplýsinga. Kemur fram í ákvörðun FME að brotið hafi staðið í afar langan tíma, tæplega 4 mánuði, og að á tímabilinu voru umtalsverð viðskipti með hluti í félaginu. Slíkt umfang viðskipta á tímabilinu auk þeirrar breytinga sem voru á gengi hluta í félaginu eftir birtingu upplýsinganna auka alvarleika brots félagsins og er lýsandi fyrir þau áhrif sem þetta hafði á markaðinn, einkum fyrir þá aðila sem keyptu hluti í félaginu á tímabilinu. Fram kemur í ákvörðun FME að viðurlögum sé beitt óháð því hvort lögbrot séu framin af ásetningi eða gáleysi sbr. 4. mgr. 141. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Þá kemur fram á ákvörðun FME að tilgreind lagagrein geri ekki sérstakan greinarmun á stigi ásetnings eða gáleysis.Var það jafnframt mat stjórnar FME að ekki sé ástæða til að vísa málinu til refismeðferðar hjá ríkislögreglustjóra, heldur sé það þess eðlis að rétt sé að ljúka því með stjórnvaldssekt í samræmi við heimildir FME. Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar var litið til atvika máls og fyrirliggjandi gagna, sérstaklega með tilliti til alvarleika brotsins og háttsemi stjórnenda Eimskips, tímabilsins sem brotið náði yfir og umfangs þeirra viðskipta sem urðu á tímabilinu. Þótti hæfilegt að gera Eimskip að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 20 milljónir króna. Félagið mun fara yfir forsendur ákvörðunarinnar með lögmönnum sínum og í kjölfarið taka ákvörðun um hvort það höfði mál til ógildingar ákvörðunarinnar fyrir dómstólum, en félagið hefur til þess þrjá mánuði. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur gert Eimskip að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 20 milljónir króna. Sektina fær félagið vegna frestunar á birtingu innherjaupplýsinga vegna fjárhagserfiðleika Innovate Holdings Ltd, dótturfélags Eimskips í Bretlandi síðastliðið vor. Í tilkynningu um málið segir að Eimskip keypti 55% hlut í Innovate í Bretlandi árið 2006 og eignaðist síðar allt félagið árið 2007. Í febrúar sl. voru málefni Innovate til umræða á stjórnarfundi og kom þá fram að áætlanir vegna Innovate voru ekki að ganga eftir. Álitið var að um tímabundnar þrengingar væri að ræða og ákvað stjórnin að styðja við Innovate líkt og oft er gert þegar félög eru talin ganga í gegnum tímabundna erfiðleika. Að mati félagsins voru á þessum tíma ekki til staðar skýrar upplýsingar hjá Eimskip um að fjárhagsstaða Innovate væri jafn slæm og síðar kom í ljós, þar er að afskrifa þyrfti Innovate í heild sinni úr bókum Eimskips. Hefði það verið skoðun fyrrum stjórnenda og stjórnar félagsins að fjárhagsstaða Innovate væri jafn slæm og síðar kom í ljós hefði stjórnin eðli málsins samkvæmt ekki tekið þá ákvörðun um að styðja við Innoavate með verulegum fjárframlögum fram í maí. Þannig kom mat félagsins á fjárhagsstöðu Innovate beinlínis fram í aðgerðum þess. Þann 20. febrúar síðastliðinn hætti þáverandi forstjóri félagsins og aðstoðarforstjóri tók við starfinu tímabundið þar til núverandi forstjóri var ráðinn í maí sl. til félagsins. Á aðalfundi félagsins 18. mars síðastliðinn var ný stjórn félagsins kosin og tóku þrír nýir stjórnarmenn sæti í stjórninni. Á fundi í byrjun maí síðastliðinn var kynnt mun alvarlegri staða hjá Innovate en áður var talið og tók stjórn félagsins þá í kjölfarið ákvörðun um að hættafjárstuðningi við Innovate. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að staða Innovate væri mun alvarlegri en fyrrum stjórnendur og stjórn töldu. Þá tók stjórn félagsins ákvörðun um að fresta birtingu upplýsinga um rekstrarvandaInnovate til að vernda lögmæta hagsmuni Innovate, Eimskips, hluthafa,kröfuhafa, starfsmanna og viðskiptavina Innovate. Var unnið eftir enskum lögum og samkvæmt ráðgjöf þarlendra ráðgjafa og lögmanna. Strax í kjölfarið var unnið að því með breskum ráðgjöfum að koma eignum Innovate í söluferli og áherslalögð á að fá sem mest verðmæti fyrir eignir Innovate til að takmarka tjón vegnagjaldþrots Innovate, fyrir Eimxskip og kröfuhafa Innovate. Hefðu upplýsingar um yfirvofandi gjaldþrot Innovate verið birt á þeirri stundu telur stjórn Eimskipsljóst að veruleg verðmæti hefðu tapast, þar sem viðskiptavinir og starfsmennInnovate hefðu líklega yfirgefið félagið og þar með hefði verðmæti rekstrarorðið mjög takmarkað. Stjórn félagsins með stjórnendur þess unnu málið í góðritrú meðal annars með breskum ráðgjöfum og lögmönnum. Stjórn Eimskips telur sig hafa haft fullgildar heimildir til að fresta tímabundið birtingu upplýsinga umerfiðleika í rekstri Innovate og það er mat stjórnar að upplýsingaskyldafélagsins hafi myndast í maí. Með því að fresta tímabundið birtingu upplýsingaum rekstrarvanda Innovate frá maí fram í júní var stjórn Eimskips að vernda lögmæta hagsmuni og forða félaginu frá frekari tjóni. Telur stjórn Eimskips að tekist hafi að vernda hagsmuni kröfuhafa Innovate og aflétta ábyrgðum sem Eimskip var í fyrir Innovate, einkum ábyrgð gagnvart Glitni banka hf., samtals að fjárhæð 9,5 milljónir punda. Loks var verið eftir fremsta megni að vernda hagsmuni kröfuhafa sem Innovate bar skylda til samkvæmt enskum lögum. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að félagið hafi brotið gegn lögum um verðbréfaviðskiptum með því að tilkynna ekki strax í febrúar um erfiðleika í rekstri Innovate. Ekki er fallist á rökstuðning Eimskips um að upplýsingaskylda hafi fyrst stofnast í maí og heimilt hafi verið að fresta birtingu upplýsinga. Kemur fram í ákvörðun FME að brotið hafi staðið í afar langan tíma, tæplega 4 mánuði, og að á tímabilinu voru umtalsverð viðskipti með hluti í félaginu. Slíkt umfang viðskipta á tímabilinu auk þeirrar breytinga sem voru á gengi hluta í félaginu eftir birtingu upplýsinganna auka alvarleika brots félagsins og er lýsandi fyrir þau áhrif sem þetta hafði á markaðinn, einkum fyrir þá aðila sem keyptu hluti í félaginu á tímabilinu. Fram kemur í ákvörðun FME að viðurlögum sé beitt óháð því hvort lögbrot séu framin af ásetningi eða gáleysi sbr. 4. mgr. 141. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Þá kemur fram á ákvörðun FME að tilgreind lagagrein geri ekki sérstakan greinarmun á stigi ásetnings eða gáleysis.Var það jafnframt mat stjórnar FME að ekki sé ástæða til að vísa málinu til refismeðferðar hjá ríkislögreglustjóra, heldur sé það þess eðlis að rétt sé að ljúka því með stjórnvaldssekt í samræmi við heimildir FME. Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar var litið til atvika máls og fyrirliggjandi gagna, sérstaklega með tilliti til alvarleika brotsins og háttsemi stjórnenda Eimskips, tímabilsins sem brotið náði yfir og umfangs þeirra viðskipta sem urðu á tímabilinu. Þótti hæfilegt að gera Eimskip að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 20 milljónir króna. Félagið mun fara yfir forsendur ákvörðunarinnar með lögmönnum sínum og í kjölfarið taka ákvörðun um hvort það höfði mál til ógildingar ákvörðunarinnar fyrir dómstólum, en félagið hefur til þess þrjá mánuði.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira