Í hvaða sæti er barnið þitt? Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar 5. desember 2008 06:00 Á hverju ári slasast yfir 20 börn sex ára og yngri sem eru farþegar í bílum. Með réttum öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga verulega úr áverkum í öðrum. Í 71. grein umferðarlaga segir m.a. Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð. Ennfremur segir: Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað. Ökumaður sem ekki sinnir skyldum sínum um verndun barna í bíl má búast við að verða sektaður um 15 þúsund krónur og að fá einn refsipunkt í ökuferilsskrá fyrir hvert barn sem er laust eða án viðeigandi öryggisbúnaðar í bílnum. Umferðarstofa, Forvarnahúsið og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnuðu í maí sl. öryggi leikskólabarna í bílum. Farið var í 58 leikskóla og öryggisbúnaður 1886 barna skoðaður. Könnun sem þessi hefur verið framkvæmd hér á landi frá árinu 1996 og á svo víðtæk könnun sér ekki hliðstæðu í öðrum löndum. Óhætt er að segja að mikið hefur áunnist í öryggismálum barna í bíl. Á fyrstu árum könnunarinnar var öryggisbúnaður barna í bíl óásættanlegur en ljóst er að hugarfarsbreyting hefur orðið í þessum efnum þótt enn vanti töluvert á að hægt sé að segja að ástandið sé viðunandi. Í ár kom í ljós að einungis 13,9% barnabílstóla voru bakvísandi en mun öruggara er fyrir barn yngra en þriggja ára að nota bakvísandi barnabílstól. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfallslega stórt og þungt og hálsliðir þess ekki fullþroskaðir. Við árekstur eru minni líkur á alvarlegum áverkum á mænu og heila ef barn er í bakvísandi barnabílstól. Í könnuninni kom einnig í ljós að 14,2% barna voru í engum búnaði eða einungis í öryggisbelti. Öruggara er að barn noti bílstól eða bílpúða þar til það er orðið 10 til 12 ára (36kg). Beinagrind barns er ekki orðin nægilega þroskuð til að þola það átak sem myndast af hefðbundnu öryggisbelti við árekstur. Ef beltið situr ekki rétt getur það jafnframt veitt alvarlega áverka á kviðarholi. Loks ber að nefna að barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið og því alltaf öruggara fyrir það að sitja í aftursæti. Í þessu sambandi skiptir engu þótt barnið sé í barnabílstól eða með annan viðeigandi öryggisbúnað. Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Hér á landi er einungis leyfilegt að selja öryggis- og verndarbúnað sem uppfyllir öryggisstaðla, annað hvort Evrópustaðalinn ECE, bandaríska staðalinn FMVSS eða kanadíska staðalinn CMVSS. Þegar nýr barnabílstóll er keyptur er líka nauðsynlegt að athuga hvort hann passi í bílinn og henti barninu. Hafa ber í huga að eiginleikar þeirra efna sem notuð eru í stólum breytast með tímanum og því er almennt ekki mælt með því að nota stóla sem eru eldri en 6 til 8 ára. Ekki má nota stól sem orðið hefur fyrir hnjaski eða skemmdum. Nánari upplýsingar um öryggi barna í bílum má finna á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is og í bæklingnum Öryggi barna í bíl en í honum má finna upplýsingar um flokkaskiptingu öryggisbúnaðar barna í bíl. Einnig má senda fyrirspurn á fraedsla@us.is. Höfundur er fræðslufulltrúi Umferðarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári slasast yfir 20 börn sex ára og yngri sem eru farþegar í bílum. Með réttum öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga verulega úr áverkum í öðrum. Í 71. grein umferðarlaga segir m.a. Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð. Ennfremur segir: Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað. Ökumaður sem ekki sinnir skyldum sínum um verndun barna í bíl má búast við að verða sektaður um 15 þúsund krónur og að fá einn refsipunkt í ökuferilsskrá fyrir hvert barn sem er laust eða án viðeigandi öryggisbúnaðar í bílnum. Umferðarstofa, Forvarnahúsið og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnuðu í maí sl. öryggi leikskólabarna í bílum. Farið var í 58 leikskóla og öryggisbúnaður 1886 barna skoðaður. Könnun sem þessi hefur verið framkvæmd hér á landi frá árinu 1996 og á svo víðtæk könnun sér ekki hliðstæðu í öðrum löndum. Óhætt er að segja að mikið hefur áunnist í öryggismálum barna í bíl. Á fyrstu árum könnunarinnar var öryggisbúnaður barna í bíl óásættanlegur en ljóst er að hugarfarsbreyting hefur orðið í þessum efnum þótt enn vanti töluvert á að hægt sé að segja að ástandið sé viðunandi. Í ár kom í ljós að einungis 13,9% barnabílstóla voru bakvísandi en mun öruggara er fyrir barn yngra en þriggja ára að nota bakvísandi barnabílstól. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfallslega stórt og þungt og hálsliðir þess ekki fullþroskaðir. Við árekstur eru minni líkur á alvarlegum áverkum á mænu og heila ef barn er í bakvísandi barnabílstól. Í könnuninni kom einnig í ljós að 14,2% barna voru í engum búnaði eða einungis í öryggisbelti. Öruggara er að barn noti bílstól eða bílpúða þar til það er orðið 10 til 12 ára (36kg). Beinagrind barns er ekki orðin nægilega þroskuð til að þola það átak sem myndast af hefðbundnu öryggisbelti við árekstur. Ef beltið situr ekki rétt getur það jafnframt veitt alvarlega áverka á kviðarholi. Loks ber að nefna að barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið og því alltaf öruggara fyrir það að sitja í aftursæti. Í þessu sambandi skiptir engu þótt barnið sé í barnabílstól eða með annan viðeigandi öryggisbúnað. Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Hér á landi er einungis leyfilegt að selja öryggis- og verndarbúnað sem uppfyllir öryggisstaðla, annað hvort Evrópustaðalinn ECE, bandaríska staðalinn FMVSS eða kanadíska staðalinn CMVSS. Þegar nýr barnabílstóll er keyptur er líka nauðsynlegt að athuga hvort hann passi í bílinn og henti barninu. Hafa ber í huga að eiginleikar þeirra efna sem notuð eru í stólum breytast með tímanum og því er almennt ekki mælt með því að nota stóla sem eru eldri en 6 til 8 ára. Ekki má nota stól sem orðið hefur fyrir hnjaski eða skemmdum. Nánari upplýsingar um öryggi barna í bílum má finna á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is og í bæklingnum Öryggi barna í bíl en í honum má finna upplýsingar um flokkaskiptingu öryggisbúnaðar barna í bíl. Einnig má senda fyrirspurn á fraedsla@us.is. Höfundur er fræðslufulltrúi Umferðarstofu.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar