FIH blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur 5. desember 2008 15:35 FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur í ár, IT Factory málið. Bankinn er með veð í eignum JMI Invest sem aftur var stærsti eigandi IT Factory sem nú er gjaldþrota. Asger Jensby eigandi JMI Invest og stjórnarformaður IT Factory átti fund með yfirmönnum FIH bankans í dag þar sem farið var yfir stöðuna. Börsen.dk hefur eftir Asger að fundurinn hafi verið á jákvæðum nótum. Hinsvegar vill hann ekki gefa upp hvaða lausnir FIH setti fram til að tryggja lán sín til JMI Invest. Það var á þriðjudag sem FIH gerði kröfu um ítarlega rannsókn á efnahag JMI Invest en deginum áður hafði IT Factory verið úrskurðað gjaldþrota. IT Factory starfaði eins og nafnið gefur til kynna sem net- og tölvufyrirtæki en talið er að nær öll starfsemin hafi verið ein svikamylla frá upphafi. Skúrkurinn í málinu heitir Stein Bagger fyrrum forstjóri IT Factory. Hans er nú leitað af Interpol um allan heim og fregnir hafa borist af honum á stöðum á borð við Hong Kong, Bahama og Panama. Ekki einu sinni lífvörður Baggers, Hells Angels meðlimurinn Brian Sandberg, hefur hugmynd um hvar Bagger er niðurkominn. Það var á mánudag sem Asger Jensby lýsti því yfir að IT Factory væri gjaldþrota. Þá var Bagger stunginn af frá Danmörku. Samtímis var málið kært til lögreglu. Talið er að svikamylla Baggers, og fjársvik, hafi skilað honum um 500 milljónum danskra kr. eða yfir 10 milljörðum kr. á síðustu tveimur til þremur árum. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur í ár, IT Factory málið. Bankinn er með veð í eignum JMI Invest sem aftur var stærsti eigandi IT Factory sem nú er gjaldþrota. Asger Jensby eigandi JMI Invest og stjórnarformaður IT Factory átti fund með yfirmönnum FIH bankans í dag þar sem farið var yfir stöðuna. Börsen.dk hefur eftir Asger að fundurinn hafi verið á jákvæðum nótum. Hinsvegar vill hann ekki gefa upp hvaða lausnir FIH setti fram til að tryggja lán sín til JMI Invest. Það var á þriðjudag sem FIH gerði kröfu um ítarlega rannsókn á efnahag JMI Invest en deginum áður hafði IT Factory verið úrskurðað gjaldþrota. IT Factory starfaði eins og nafnið gefur til kynna sem net- og tölvufyrirtæki en talið er að nær öll starfsemin hafi verið ein svikamylla frá upphafi. Skúrkurinn í málinu heitir Stein Bagger fyrrum forstjóri IT Factory. Hans er nú leitað af Interpol um allan heim og fregnir hafa borist af honum á stöðum á borð við Hong Kong, Bahama og Panama. Ekki einu sinni lífvörður Baggers, Hells Angels meðlimurinn Brian Sandberg, hefur hugmynd um hvar Bagger er niðurkominn. Það var á mánudag sem Asger Jensby lýsti því yfir að IT Factory væri gjaldþrota. Þá var Bagger stunginn af frá Danmörku. Samtímis var málið kært til lögreglu. Talið er að svikamylla Baggers, og fjársvik, hafi skilað honum um 500 milljónum danskra kr. eða yfir 10 milljörðum kr. á síðustu tveimur til þremur árum.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira