Öllu snúið á haus Helgi Jóhannesson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja. Ráðist er að rótum réttarríkis okkar úr öllum áttum. Skolpræsahernaður bloggheima, með DV og álíka pappíra sem hina helgu bók að vopni, njóta þess að traðka í svaðið allar grundvallarreglur réttarríkisins og snúa öllu á hvolf. Það versta er að kerfið sjálft virðist vera að sogast niður í skolpræsið með þessu öllu saman. Alþingi og ríkisstjórn auðvitað löngu búin að missa fótanna og enginn man lengur að Alþingi er löggjafarsamkoma þjóðarinnar, einn af hornsteinunum, en ekki framleiðsluverksmiðja fyrir bitlausa „populistalöggjöf“ sem engu skilar almenningi nema fölskum vonum og er að auki á góðri leið með að veita atvinnulífinu náðarhöggið. Birtingarmyndir þessa alls eru meðal annars þær að nú tala ráðamenn og mikilsmetandi lögfræðingar, sem ættu þó að vita betur, að það sé bara gott fyrir Geir H. Haarde að sitja undir ákæru, því þá geti hann sannað sakleysi sitt. Nálægt 300 manns hafa réttarstöðu grunaðs svo árum skiptir hjá sérstökum saksóknara. Menn þar á bæ telja að það sé í raun miklu betra fyrir menn að hafa þá réttarstöðu en stöðu vitnis því það sé svo mikil vernd falin í hinu fyrrnefnda. Ég er ekki viss um að þeir sem í hlut eiga og ekki fá vinnu vegna réttarstöðunnar séu á sama máli. Fjölmiðlar hamast á formanni Sjálfstæðisflokksins vegna mála sem hann hefur löngu gefið skýringar á. Meira að segja fréttamaður á ríkisfjölmiðlinum RUV spyr hann í viðtali hvort hann myndi ekki bara fagna því að verða tekinn til opinberrar rannsóknar. Þetta er allt svo arfavitlaust að engu tali tekur. Öllu snúið á haus. Það er nauðsynlegt að miklu fleiri leggi hendur á árar við að snúa þessari óheillaþróun við. Láti í sér heyrast sem víðast. Það gengur ekki að bloggheimar og skolpræsahermennirnir séu það eina sem heyrist í. Núverandi stjórnvöld hafa ekki dug eða þor til að standa í lappirnar gegn þessari óheillaþróun. Þau ýta bara undir dómstólameðferð götunnar með því að fagna opinberlega handtökum og ákærum sem gefnar eru út og láta engu skipta grundvallarreglur eins og þær að menn teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Efnahagshrunið 2008 mun verða hjóm eitt í samanburði við það sem verður ef það tekst að rústa réttarríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja. Ráðist er að rótum réttarríkis okkar úr öllum áttum. Skolpræsahernaður bloggheima, með DV og álíka pappíra sem hina helgu bók að vopni, njóta þess að traðka í svaðið allar grundvallarreglur réttarríkisins og snúa öllu á hvolf. Það versta er að kerfið sjálft virðist vera að sogast niður í skolpræsið með þessu öllu saman. Alþingi og ríkisstjórn auðvitað löngu búin að missa fótanna og enginn man lengur að Alþingi er löggjafarsamkoma þjóðarinnar, einn af hornsteinunum, en ekki framleiðsluverksmiðja fyrir bitlausa „populistalöggjöf“ sem engu skilar almenningi nema fölskum vonum og er að auki á góðri leið með að veita atvinnulífinu náðarhöggið. Birtingarmyndir þessa alls eru meðal annars þær að nú tala ráðamenn og mikilsmetandi lögfræðingar, sem ættu þó að vita betur, að það sé bara gott fyrir Geir H. Haarde að sitja undir ákæru, því þá geti hann sannað sakleysi sitt. Nálægt 300 manns hafa réttarstöðu grunaðs svo árum skiptir hjá sérstökum saksóknara. Menn þar á bæ telja að það sé í raun miklu betra fyrir menn að hafa þá réttarstöðu en stöðu vitnis því það sé svo mikil vernd falin í hinu fyrrnefnda. Ég er ekki viss um að þeir sem í hlut eiga og ekki fá vinnu vegna réttarstöðunnar séu á sama máli. Fjölmiðlar hamast á formanni Sjálfstæðisflokksins vegna mála sem hann hefur löngu gefið skýringar á. Meira að segja fréttamaður á ríkisfjölmiðlinum RUV spyr hann í viðtali hvort hann myndi ekki bara fagna því að verða tekinn til opinberrar rannsóknar. Þetta er allt svo arfavitlaust að engu tali tekur. Öllu snúið á haus. Það er nauðsynlegt að miklu fleiri leggi hendur á árar við að snúa þessari óheillaþróun við. Láti í sér heyrast sem víðast. Það gengur ekki að bloggheimar og skolpræsahermennirnir séu það eina sem heyrist í. Núverandi stjórnvöld hafa ekki dug eða þor til að standa í lappirnar gegn þessari óheillaþróun. Þau ýta bara undir dómstólameðferð götunnar með því að fagna opinberlega handtökum og ákærum sem gefnar eru út og láta engu skipta grundvallarreglur eins og þær að menn teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Efnahagshrunið 2008 mun verða hjóm eitt í samanburði við það sem verður ef það tekst að rústa réttarríkinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar