Eftirlitshlutverk ráðuneyta Pétur Berg Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar