Auðveldum okkur lífið í jólavertíðinni Kristbjörn Hilmir Kjartansson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar