Erlent

Ætlar í fallhlífarstökk - án fallhlífar

Breskur ofurhugi ætlar sér á spjöld sögunnar síðar í dag með því að stökkva út úr flugvél og lenda á jörðinni heilu og höldnu, án þess að nota fallhlíf.

Gary Connery er einn af þeim sem notast við svokallaða væng-búninga sem gera fallhlífastökkvurum kleift að svífa langar vegalengdir áður en fallhlífin er opnuð. Í dag ætlar hann hinsvegar að stökkva út úr þyrlu í rúmlega kílómeters hæð og svífa til jarðar í væng-búningnum.

Átján þúsund pappakössum hefur verið raðað á engi og eiga þeir að virka eins og einskonar flugbraut fyrir Gary, sem segist handviss um að þetta muni virka. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×