Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 07:18 Vélar Icelandair fljúga lítið þessa dagana. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. Félagið ætli sér þó búa þannig um hnútana að það geti tórað í slíku umhverfi í allt að tvö ár og að farþegafjöldi Icelandair verði ekki sá sama og í fyrra fyrr en árið 2024. Þetta er meðal þess sem Markaðurinn segir að hafi komið fram í kynningu forstjóra Icelandair og Kviku Banka með nokkrum af stærstu hluthöfum félagsins á dögunum. Þessi mynd sem forstjórarnir teikna upp er sögð liggja til grundvallar endurfjármögnun Icelandair Group, en félagið hyggst sækja næstum 30 milljarða króna í hlutafjárútboði sem blásið verður til á næstu vikum. Að sama skapi áætla forstjórarnir að félagið muni ganga á 10 milljónir dala úr sjóðum sínum hvern þann mánuð sem Icelandair Group aflar ekki tekna. Aftur á móti herma heimildir Markaðarins að flugfélagið geti hafið starfsemi að nýju innan mánaðar þegar tækifærin gefast en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur lagt ríka áherslu á sveigjanleika félagsins í öllum þeim viðtölum sem hann hefur veitt meðfram kórónuveiruþrengingum Icelandair. Boeing í vandræðum með að greiða bætur Vonir standi jafnframt til að félagið geti losnað undan kaupum á sjö Max-vélum, sem eins og kunnugt er hafa verið kyrrsettar í rúmt ár vegna öryggisástæðna, en umræddar vélar hafa ekki enn verið smíðaðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að bótagreiðslur Boeing til Icelandair séu í uppnámi enda eigi flugvélaframleiðandinn í mestu vandræðum með að greiða bætur. Boeing sé sjálft í vandræðum og eigi því ekki hægt um vik að reiða fram beinharða peninga. Icelandair hefur þó áður gefið út að félagið hafi náð samkomulagi við Boeing þar sem flugvélaframleiðandinn viðurkennir bótaskyldu, að minnska kosti að hluta, vegna þess tjóns sem vélarnar hafa valdið. Hins vegar hefur aldrei komið fram hvað þýði fyrir sjóði Icelandair. Þá gerir Morgunblaðið sér jafnframt mat úr nýjasta árshlutareikningi Icelandair, sem sýndi fram á 30 milljarða tap félagsins á árinu, og segir hann gefa til kynna að Icelandair hafi ekki náð að standa við ákvæði í tveimur samningum um langtímafjármögnun félagsins. Vegna stöðunnar sem nú er uppi hafi félagið hins vegar þurft að bókfæra samningana, sem eru á gjalddaga árið 2024, sem skammatímakröfur. Heildarumfang þeirra sé um 93 milljónir dala eða tæplega 14 milljarðar króna. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Boeing Tengdar fréttir „Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. Félagið ætli sér þó búa þannig um hnútana að það geti tórað í slíku umhverfi í allt að tvö ár og að farþegafjöldi Icelandair verði ekki sá sama og í fyrra fyrr en árið 2024. Þetta er meðal þess sem Markaðurinn segir að hafi komið fram í kynningu forstjóra Icelandair og Kviku Banka með nokkrum af stærstu hluthöfum félagsins á dögunum. Þessi mynd sem forstjórarnir teikna upp er sögð liggja til grundvallar endurfjármögnun Icelandair Group, en félagið hyggst sækja næstum 30 milljarða króna í hlutafjárútboði sem blásið verður til á næstu vikum. Að sama skapi áætla forstjórarnir að félagið muni ganga á 10 milljónir dala úr sjóðum sínum hvern þann mánuð sem Icelandair Group aflar ekki tekna. Aftur á móti herma heimildir Markaðarins að flugfélagið geti hafið starfsemi að nýju innan mánaðar þegar tækifærin gefast en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur lagt ríka áherslu á sveigjanleika félagsins í öllum þeim viðtölum sem hann hefur veitt meðfram kórónuveiruþrengingum Icelandair. Boeing í vandræðum með að greiða bætur Vonir standi jafnframt til að félagið geti losnað undan kaupum á sjö Max-vélum, sem eins og kunnugt er hafa verið kyrrsettar í rúmt ár vegna öryggisástæðna, en umræddar vélar hafa ekki enn verið smíðaðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að bótagreiðslur Boeing til Icelandair séu í uppnámi enda eigi flugvélaframleiðandinn í mestu vandræðum með að greiða bætur. Boeing sé sjálft í vandræðum og eigi því ekki hægt um vik að reiða fram beinharða peninga. Icelandair hefur þó áður gefið út að félagið hafi náð samkomulagi við Boeing þar sem flugvélaframleiðandinn viðurkennir bótaskyldu, að minnska kosti að hluta, vegna þess tjóns sem vélarnar hafa valdið. Hins vegar hefur aldrei komið fram hvað þýði fyrir sjóði Icelandair. Þá gerir Morgunblaðið sér jafnframt mat úr nýjasta árshlutareikningi Icelandair, sem sýndi fram á 30 milljarða tap félagsins á árinu, og segir hann gefa til kynna að Icelandair hafi ekki náð að standa við ákvæði í tveimur samningum um langtímafjármögnun félagsins. Vegna stöðunnar sem nú er uppi hafi félagið hins vegar þurft að bókfæra samningana, sem eru á gjalddaga árið 2024, sem skammatímakröfur. Heildarumfang þeirra sé um 93 milljónir dala eða tæplega 14 milljarðar króna.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Boeing Tengdar fréttir „Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39
Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50
Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30