Eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið: Má það? Margaret Anne Johnson skrifar 13. febrúar 2020 14:00 Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun