Rekstur DV var ekki sjálfbær á síðasta ári - töpuðu 65 milljónum Valur Grettisson skrifar 2. júlí 2013 14:10 Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri blaðsins, segir ársreikningfyrir árið 2012 ekki lýsandi fyrir stöðu blaðsins í dag. „Síðastliðið haust var orðið ljóst að reksturinn væri ekki sjálfbær í þáverandi mynd,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, en í ársreikningi blaðsins fyrir árið 2012 kom fram að eigið fé blaðsins var fimmtán milljónir króna í mínus. Samkvæmt rekstrarreikningi fyrir árið 2012 nam rekstrartap félagsins 65,2 milljónum króna. Jón Trausti segir að það hafi verið ljóst að félagið hafi þurft að minnka útgjöldin „og höfum við verið að vinna í því að auka tekjurnar. Til dæmis eru tekjur á DV.is að aukast um meira en helming á milli ára,“ segir Jón Trausti. Hann segir ársreikning síðasta árs þó ekki lýsa stöðu fyrirtækisins nú, en hlutafé var stóraukið eftir áramót. Alls var hlutaféð aukið um ríflega 55 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2013 og var hlutafjáraukning nýtt til uppgreiðslu skammtímaskulda, sem hafði í för með sér að skammtímaskuldir lækkuðu úr 159 milljónum króna í 105 milljónir króna á því tímabili. Staðan er því nokkuð breytt samkvæmt árshlutauppgjörinu, því nú er eigið fé DV 27 milljónir króna. Rekstur DV hefur verið nokkurð brokkagengur, en Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV skömmu eftir áramótin 2012 vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð þegar skuldin var greidd upp. Í byrjun þessa árs komu nýir hluthafar inn í félagið og nam þá hlutafjáraukningin um 40 milljónum króna. Það fé fór í að greiða opinber gjöld. Þannig var gengið frá skuld við Tollstjóra auk þess sem skuldir gagnvart lífeyrissjóðum voru greiddar niður, að því er fram kom í fréttum í byrjun árs. Hlutaafjáraukning inn í félagið hefur alls verið 90 milljónir króna frá áramótum 2012. „Eins og sést á árshlutareikningnum hefur bæði reksturinn og eigið féð batnað á milli ára. Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra var EBITDA 12,5 milljónir í mínus en er í hóflegum plús í ár,“ segir Jón Trausti. Stöðugildi hjá félaginu voru 35 og launagreiðslur félagsins námu um 188,3 millj.kr. á árinu. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Síðastliðið haust var orðið ljóst að reksturinn væri ekki sjálfbær í þáverandi mynd,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, en í ársreikningi blaðsins fyrir árið 2012 kom fram að eigið fé blaðsins var fimmtán milljónir króna í mínus. Samkvæmt rekstrarreikningi fyrir árið 2012 nam rekstrartap félagsins 65,2 milljónum króna. Jón Trausti segir að það hafi verið ljóst að félagið hafi þurft að minnka útgjöldin „og höfum við verið að vinna í því að auka tekjurnar. Til dæmis eru tekjur á DV.is að aukast um meira en helming á milli ára,“ segir Jón Trausti. Hann segir ársreikning síðasta árs þó ekki lýsa stöðu fyrirtækisins nú, en hlutafé var stóraukið eftir áramót. Alls var hlutaféð aukið um ríflega 55 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2013 og var hlutafjáraukning nýtt til uppgreiðslu skammtímaskulda, sem hafði í för með sér að skammtímaskuldir lækkuðu úr 159 milljónum króna í 105 milljónir króna á því tímabili. Staðan er því nokkuð breytt samkvæmt árshlutauppgjörinu, því nú er eigið fé DV 27 milljónir króna. Rekstur DV hefur verið nokkurð brokkagengur, en Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV skömmu eftir áramótin 2012 vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð þegar skuldin var greidd upp. Í byrjun þessa árs komu nýir hluthafar inn í félagið og nam þá hlutafjáraukningin um 40 milljónum króna. Það fé fór í að greiða opinber gjöld. Þannig var gengið frá skuld við Tollstjóra auk þess sem skuldir gagnvart lífeyrissjóðum voru greiddar niður, að því er fram kom í fréttum í byrjun árs. Hlutaafjáraukning inn í félagið hefur alls verið 90 milljónir króna frá áramótum 2012. „Eins og sést á árshlutareikningnum hefur bæði reksturinn og eigið féð batnað á milli ára. Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra var EBITDA 12,5 milljónir í mínus en er í hóflegum plús í ár,“ segir Jón Trausti. Stöðugildi hjá félaginu voru 35 og launagreiðslur félagsins námu um 188,3 millj.kr. á árinu.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira