Rekstur DV var ekki sjálfbær á síðasta ári - töpuðu 65 milljónum Valur Grettisson skrifar 2. júlí 2013 14:10 Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri blaðsins, segir ársreikningfyrir árið 2012 ekki lýsandi fyrir stöðu blaðsins í dag. „Síðastliðið haust var orðið ljóst að reksturinn væri ekki sjálfbær í þáverandi mynd,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, en í ársreikningi blaðsins fyrir árið 2012 kom fram að eigið fé blaðsins var fimmtán milljónir króna í mínus. Samkvæmt rekstrarreikningi fyrir árið 2012 nam rekstrartap félagsins 65,2 milljónum króna. Jón Trausti segir að það hafi verið ljóst að félagið hafi þurft að minnka útgjöldin „og höfum við verið að vinna í því að auka tekjurnar. Til dæmis eru tekjur á DV.is að aukast um meira en helming á milli ára,“ segir Jón Trausti. Hann segir ársreikning síðasta árs þó ekki lýsa stöðu fyrirtækisins nú, en hlutafé var stóraukið eftir áramót. Alls var hlutaféð aukið um ríflega 55 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2013 og var hlutafjáraukning nýtt til uppgreiðslu skammtímaskulda, sem hafði í för með sér að skammtímaskuldir lækkuðu úr 159 milljónum króna í 105 milljónir króna á því tímabili. Staðan er því nokkuð breytt samkvæmt árshlutauppgjörinu, því nú er eigið fé DV 27 milljónir króna. Rekstur DV hefur verið nokkurð brokkagengur, en Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV skömmu eftir áramótin 2012 vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð þegar skuldin var greidd upp. Í byrjun þessa árs komu nýir hluthafar inn í félagið og nam þá hlutafjáraukningin um 40 milljónum króna. Það fé fór í að greiða opinber gjöld. Þannig var gengið frá skuld við Tollstjóra auk þess sem skuldir gagnvart lífeyrissjóðum voru greiddar niður, að því er fram kom í fréttum í byrjun árs. Hlutaafjáraukning inn í félagið hefur alls verið 90 milljónir króna frá áramótum 2012. „Eins og sést á árshlutareikningnum hefur bæði reksturinn og eigið féð batnað á milli ára. Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra var EBITDA 12,5 milljónir í mínus en er í hóflegum plús í ár,“ segir Jón Trausti. Stöðugildi hjá félaginu voru 35 og launagreiðslur félagsins námu um 188,3 millj.kr. á árinu. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Síðastliðið haust var orðið ljóst að reksturinn væri ekki sjálfbær í þáverandi mynd,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, en í ársreikningi blaðsins fyrir árið 2012 kom fram að eigið fé blaðsins var fimmtán milljónir króna í mínus. Samkvæmt rekstrarreikningi fyrir árið 2012 nam rekstrartap félagsins 65,2 milljónum króna. Jón Trausti segir að það hafi verið ljóst að félagið hafi þurft að minnka útgjöldin „og höfum við verið að vinna í því að auka tekjurnar. Til dæmis eru tekjur á DV.is að aukast um meira en helming á milli ára,“ segir Jón Trausti. Hann segir ársreikning síðasta árs þó ekki lýsa stöðu fyrirtækisins nú, en hlutafé var stóraukið eftir áramót. Alls var hlutaféð aukið um ríflega 55 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2013 og var hlutafjáraukning nýtt til uppgreiðslu skammtímaskulda, sem hafði í för með sér að skammtímaskuldir lækkuðu úr 159 milljónum króna í 105 milljónir króna á því tímabili. Staðan er því nokkuð breytt samkvæmt árshlutauppgjörinu, því nú er eigið fé DV 27 milljónir króna. Rekstur DV hefur verið nokkurð brokkagengur, en Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV skömmu eftir áramótin 2012 vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð þegar skuldin var greidd upp. Í byrjun þessa árs komu nýir hluthafar inn í félagið og nam þá hlutafjáraukningin um 40 milljónum króna. Það fé fór í að greiða opinber gjöld. Þannig var gengið frá skuld við Tollstjóra auk þess sem skuldir gagnvart lífeyrissjóðum voru greiddar niður, að því er fram kom í fréttum í byrjun árs. Hlutaafjáraukning inn í félagið hefur alls verið 90 milljónir króna frá áramótum 2012. „Eins og sést á árshlutareikningnum hefur bæði reksturinn og eigið féð batnað á milli ára. Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra var EBITDA 12,5 milljónir í mínus en er í hóflegum plús í ár,“ segir Jón Trausti. Stöðugildi hjá félaginu voru 35 og launagreiðslur félagsins námu um 188,3 millj.kr. á árinu.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira