Sveitarfélögin sem jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun