Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, hefur neyðst til þess að gera breytingu á landsliðshópi sínum.
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur dregið sig úr hópnum og í hans stað er kominn Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig.
Landsliðið hittist í Reykjavík og æfir þar 21. - 23. október en fimmtudaginn 24. október heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimamönnum.
Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október kl. 17.00 í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október kl. 15:00 í Karlskrona.
Viggó í landsliðið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn





