Nýsköpunarstefna og hvað svo? Kristjana Björk Barðdal og Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:57 Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun