Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir félagið áskilja sér allan rétt til að gerð verði óháð úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus. Vísir/daníel Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00