Upphitun: Bottas þarf sigur til að stoppa Hamilton Bragi Þórðarson skrifar 31. október 2019 23:00 Hamilton er með rúmlega níu fingur á titlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn