Hugaðu að starfsþróun í háskólanámi María Dóra Björnsdóttir og Jónína Kárdal skrifar 20. október 2019 10:00 Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar