Óhjákvæmilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:00 Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun