Samherji bara sjúkdómseinkenni Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 6. desember 2019 16:30 Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar