Handbolti

Bjarki Már í liði umferðarinnar og með góða forystu í baráttunni um markakóngstitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni.
Bjarki Már er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Bjarki Már Elísson er í liði 16. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir frammistöðu sína í sigri Lemgo á Nordhorn-Lingen, 24-29, í gær.

Bjarki skoraði ellefu mörk og var markahæstur á vellinum.

Íslenski landsliðsmaðurinn er markahæstur í þýsku deildinni með 122 mörk, níu mörkum meira en Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen) og Hans Lindberg (Füchse Berlin).

Bjarki hefur leikið frábærlega með Lemgo eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Füchse Berlin í sumar. Hann hefur leikið í Þýskalandi síðan 2013, fyrst með Eisenach, svo Füchse Berlin og loks Lemgo.

Auk Bjarka er samherji hans hjá Lemgo, hægri hornamaðurinn Bobby Schagen, í liði 16. umferðar þýsku deildarinnar.

Lemgo er í 16. sæti deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.