Símalaus skóli Kolbrún Baldursdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:19 Það versta sem getur hent suma unglinga er að síminn þeirra verði tekinn af þeim. Að gleyma eða týna farsímanum er mörgum fullorðnum hin versta martröð. Síminn er ómissandi hluti af daglegu lífi okkar og er allt að því fastgróinn í lófa margra. Það breytir ekki því að margir eru uggandi yfir börnum þessa lands og hversu háð þau eru orðin snjalltækjum. Á meðan börnin eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu af óskertri athygli. Með símann í vasanum, í kjöltunni, í töskunni eða jafnvel undir stílabókinni á borðinu getur verið erfitt að einbeita sér að samfélagsfræði, íslensku eða stærðfræði. Þegar síminn lýsist upp eða gefur frá sér veikt píp þá bara verður maður að gá hvaða skilaboð eru komin á skjáinn. Við þekkjum þetta allflest.Snjallsíminn og skólinn Eðlileg spurning er hvort ekki eigi að hvíla símann á meðan börnin eru í skólanum. Einstaka skólar hafa gengið svo langt að banna snjallsímanotkun á skólatíma. Í þeim tilfellum er nemendum heimilt að koma með snjallsíma í skólann en þeir verði settir í vörslu skólaritara á meðan á skólastarfi stendur og ekki afhentir aftur fyrr en í lok skóladags. Frakkar hafa t.d bannað snjallsíma í grunnskólum með þeim rökum að skólinn eigi að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum. En það er aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Stundum er því brugðið á það ráð að fara mildari leið og vera frekar með vinsamleg tilmæli um að hinir fullorðnu sammælist um að börnin skilji símann eftir fyrir utan skólastofuna á skólatíma. Börn og samfélagsmiðlar Eins og vitað er verja börn og unglingar umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum og þá oftast í gegnum snjallsíma. Börn sem hafa einangrað sig frá skóla og félögum vegna kvíða eru líklegri til að „hanga“ meira í símanum og tölvunni. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli streitu og kvíða og mikillar netnotkunar sem er einna helst í gegnum símann. Margt af því sem börn gera í tölvu og síma getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Fyrst má nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun almennt séð hefur aðdráttarafl. Þegar barnið er ekki við skjáinn myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir að mestu skemmtunin sé fyrir framan skjáinn. Óhófleg og stundum stjórnlaus skjánotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum, og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Mótvægisaðgerðir/reglur Sem sálfræðingur til 30 ára sem hefur unnið mikið með börnum, unglingum og foreldrum tel ég mikilvægt að foreldrar hafi gott aðgengi að fræðslu þegar kemur að málefnum barna sinna og þá er snjallsímanotkun engin undantekning. Barn sem eyðir allt að fjórum tímum á dag fyrir framan skjá er í hættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum þar sem foreldrar nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Þetta er oft erfitt og reynir á allt heimilisfólkið. Stundum má skynja vanmátt foreldra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að nettengdum skjá. Mörgum foreldrum finnst oft óljóst hvað flokkast sem óhófleg notkun snjallsíma. Þá treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn bjóði foreldrum upp á leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Kenna þarf börnunum að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða særindum. Best er að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun á heimilinu um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins sem og félags- og námslega stöðu þess. Börn eiga ekki að hafa eftirlitslausan aðgang að „skjá“ og neti. Ég tel tímabært að skoða hvort ekki þurfi að stýra snjallsímanotkun í skólum hvort sem það er sett í einhvers konar „bannútgáfu“ eða tillögu um að setja símann í geymslu á skólatíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Það versta sem getur hent suma unglinga er að síminn þeirra verði tekinn af þeim. Að gleyma eða týna farsímanum er mörgum fullorðnum hin versta martröð. Síminn er ómissandi hluti af daglegu lífi okkar og er allt að því fastgróinn í lófa margra. Það breytir ekki því að margir eru uggandi yfir börnum þessa lands og hversu háð þau eru orðin snjalltækjum. Á meðan börnin eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu af óskertri athygli. Með símann í vasanum, í kjöltunni, í töskunni eða jafnvel undir stílabókinni á borðinu getur verið erfitt að einbeita sér að samfélagsfræði, íslensku eða stærðfræði. Þegar síminn lýsist upp eða gefur frá sér veikt píp þá bara verður maður að gá hvaða skilaboð eru komin á skjáinn. Við þekkjum þetta allflest.Snjallsíminn og skólinn Eðlileg spurning er hvort ekki eigi að hvíla símann á meðan börnin eru í skólanum. Einstaka skólar hafa gengið svo langt að banna snjallsímanotkun á skólatíma. Í þeim tilfellum er nemendum heimilt að koma með snjallsíma í skólann en þeir verði settir í vörslu skólaritara á meðan á skólastarfi stendur og ekki afhentir aftur fyrr en í lok skóladags. Frakkar hafa t.d bannað snjallsíma í grunnskólum með þeim rökum að skólinn eigi að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum. En það er aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Stundum er því brugðið á það ráð að fara mildari leið og vera frekar með vinsamleg tilmæli um að hinir fullorðnu sammælist um að börnin skilji símann eftir fyrir utan skólastofuna á skólatíma. Börn og samfélagsmiðlar Eins og vitað er verja börn og unglingar umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum og þá oftast í gegnum snjallsíma. Börn sem hafa einangrað sig frá skóla og félögum vegna kvíða eru líklegri til að „hanga“ meira í símanum og tölvunni. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli streitu og kvíða og mikillar netnotkunar sem er einna helst í gegnum símann. Margt af því sem börn gera í tölvu og síma getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Fyrst má nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun almennt séð hefur aðdráttarafl. Þegar barnið er ekki við skjáinn myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir að mestu skemmtunin sé fyrir framan skjáinn. Óhófleg og stundum stjórnlaus skjánotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum, og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Mótvægisaðgerðir/reglur Sem sálfræðingur til 30 ára sem hefur unnið mikið með börnum, unglingum og foreldrum tel ég mikilvægt að foreldrar hafi gott aðgengi að fræðslu þegar kemur að málefnum barna sinna og þá er snjallsímanotkun engin undantekning. Barn sem eyðir allt að fjórum tímum á dag fyrir framan skjá er í hættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum þar sem foreldrar nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Þetta er oft erfitt og reynir á allt heimilisfólkið. Stundum má skynja vanmátt foreldra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að nettengdum skjá. Mörgum foreldrum finnst oft óljóst hvað flokkast sem óhófleg notkun snjallsíma. Þá treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn bjóði foreldrum upp á leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Kenna þarf börnunum að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða særindum. Best er að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun á heimilinu um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins sem og félags- og námslega stöðu þess. Börn eiga ekki að hafa eftirlitslausan aðgang að „skjá“ og neti. Ég tel tímabært að skoða hvort ekki þurfi að stýra snjallsímanotkun í skólum hvort sem það er sett í einhvers konar „bannútgáfu“ eða tillögu um að setja símann í geymslu á skólatíma.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun