Guðjón Valur: Okkur er nánast sagt bara að þegja Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 15:29 Guðjón Valur berst fyrir breytingum. mynd/stöð 2 sport „Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í Handbolti Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
„Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í
Handbolti Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira