Ólafía Þórunn: Ég kæri mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira