Stéttarfélög bera ábyrgð á hegðun verkfallsvarða Jóhannes Þór Skúlason skrifar 19. mars 2019 23:45 Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun