Golf

Guðmundur farið upp um 1086 sæti á heimslistanum í ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár.
Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. mynd/gsí/seth
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hefur farið upp 1086 sæti á heimslistanum í golfi á þessu ári. Frá þessu er greint á Golf.is.Þegar árið 2019 gekk í garð var Guðmundur í 1656. sæti heimslistans. Í dag er hann í 570. sæti.Guðmundur er langefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús kemur næstur í 1063. sæti. Axel Bóasson er í 1403. sæti og Birgir Leifur Hafþórsson í 1500. sæti.Birgir Leifur er sá íslenski kylfingur sem hefur komist hæst á heimslistanum. Fyrir tveimur árum komst hann í 459. sæti listans.Guðmundur hefur átt afar góðu gengi að fagna á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. Hann hefur unnið þrjú mót á henni og er búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu á eftir Evrópumótaröðinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.