Fjórir sigrar í fjórum leikjum hjá Þóri og norsku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 13:00 Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu. Getty/Baptiste Fernandez/ Það gengur vel hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið er með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina á HM. Noregur vann fjórða leikinn sinn í röð þegar liðið mætti Angóla í dag og tryggði sér um leið endanlega sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta í Japan. Noregur, Holland og Svíþjóð bættust í hóp þeirra þjóða sem eru komnar áfram. Noregur vann sex marka sigur á Angóla, 30-24, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Angóla gerði góða hluti á móti norsku stelpunum í dag og það munaði aðeins einu marki á liðunum um miðjan seinni hálfleik. Norska liðið kláraði leikinn hins vegar með góðum endaspretti. Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu með sex mörk en síðan komu sex leikmenn með þrjú mörk eða þær Heidi Loke, Stine Bredal Oftedal, Kari Brattset, Marit Rosberg Jacobsen, Sanna Solberg og Marta Tomac. Það er ljóst að Þórir er með liðið sitt í góðu formi. Í síðustu þremur leikjum hafa norsku stelpurnar unnið fyrri hálfleikina með samtals 3 mörkum en seinni hálfleikina aftur á móti með 22 mörkum. Hollensku stelpurnar hafa heldur betur komið sér í gírinn eftir tapið óvænta á móti Slóveníu í fyrsta leik. Hollenska liðið tryggði sér sæti í milliriðlinum með þriðja stórsigrinum í röð en nú vann liðið þrettán marka sigur á Serbíu. Holland varð fyrsta liðið úr A-riðli til að tryggja sér sæti í milliriðli en eftir sigur Slóvena á Kúbu er ljóst að Serbía og Slóvenía spila hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Rússland hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna tíu marka sigur á heimastúlkum í Japan, 33-23. Rússnesku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu. Sænsku stelpurnar eru líka með fullt hús eftir sjö marka sigur á Argentínu, 30-23, en með honum tryggði sænska liðið sér endanlega sæti í milliriðli. Japan á enn möguleika að að komast áfram og nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Kína.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Slóvenía 26-39 Serbía - Holland 23-36 Noregur - Angóla 30-24Stig liðanna: Noregur 8, Holland 6, Serbía 4, Slóvenía 4, Angóla 2, Kúba 0.D-riðill Austur Kongó - Kína 25-24 Japan - Rússland 23-33 Svíþjóð - Argentína 30-23Stig liðanna: Rússland 8, Svíþjóð, Japan 4, Argentína 2, Austur Kongó 2, Kína 0. Handbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Það gengur vel hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið er með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina á HM. Noregur vann fjórða leikinn sinn í röð þegar liðið mætti Angóla í dag og tryggði sér um leið endanlega sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta í Japan. Noregur, Holland og Svíþjóð bættust í hóp þeirra þjóða sem eru komnar áfram. Noregur vann sex marka sigur á Angóla, 30-24, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Angóla gerði góða hluti á móti norsku stelpunum í dag og það munaði aðeins einu marki á liðunum um miðjan seinni hálfleik. Norska liðið kláraði leikinn hins vegar með góðum endaspretti. Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu með sex mörk en síðan komu sex leikmenn með þrjú mörk eða þær Heidi Loke, Stine Bredal Oftedal, Kari Brattset, Marit Rosberg Jacobsen, Sanna Solberg og Marta Tomac. Það er ljóst að Þórir er með liðið sitt í góðu formi. Í síðustu þremur leikjum hafa norsku stelpurnar unnið fyrri hálfleikina með samtals 3 mörkum en seinni hálfleikina aftur á móti með 22 mörkum. Hollensku stelpurnar hafa heldur betur komið sér í gírinn eftir tapið óvænta á móti Slóveníu í fyrsta leik. Hollenska liðið tryggði sér sæti í milliriðlinum með þriðja stórsigrinum í röð en nú vann liðið þrettán marka sigur á Serbíu. Holland varð fyrsta liðið úr A-riðli til að tryggja sér sæti í milliriðli en eftir sigur Slóvena á Kúbu er ljóst að Serbía og Slóvenía spila hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Rússland hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna tíu marka sigur á heimastúlkum í Japan, 33-23. Rússnesku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu. Sænsku stelpurnar eru líka með fullt hús eftir sjö marka sigur á Argentínu, 30-23, en með honum tryggði sænska liðið sér endanlega sæti í milliriðli. Japan á enn möguleika að að komast áfram og nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Kína.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Slóvenía 26-39 Serbía - Holland 23-36 Noregur - Angóla 30-24Stig liðanna: Noregur 8, Holland 6, Serbía 4, Slóvenía 4, Angóla 2, Kúba 0.D-riðill Austur Kongó - Kína 25-24 Japan - Rússland 23-33 Svíþjóð - Argentína 30-23Stig liðanna: Rússland 8, Svíþjóð, Japan 4, Argentína 2, Austur Kongó 2, Kína 0.
Handbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira