Handbolti

Ólafur næstmarkahæstur í tapi í Búkarest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur skoraði fjögur mörk.
Ólafur skoraði fjögur mörk. vísir/getty
Kristianstad tapaði fyrir Dinamo Búkarest, 28-25, á útivelli í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.Kristianstad hefur tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni á tímabilinu.Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. Hann var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í leiknum á eftir Anton Halén sem skoraði fimm mörk.Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad sem var þremur mörkum undir í hálfleik, 13-10.Næsti leikur Kristianstad í Meistaradeildinni er gegn Wisla Plock sunnudaginn 29. september.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.