Við ráðum vel við þetta Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla?
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar