Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:00 Brynjar og Matthías Orri taka í spaðann á Böðvari E. Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR. Jakob er á skjánum í bakgrunni. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð.
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira