Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. september 2019 21:28 Steinunn lyftir bikarnum á loft „Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Sjá meira
„Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00