Til varnar femínisma Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 14. febrúar 2019 14:00 Nú er svo komið, að öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Við megum ekki láta þeim takast það. Reynum að læra af öðrum, t.d. af eftirfarandi dæmisögu frá Kanada. Þetta byrjaði allt saman í University of British Columbia (UBC). Þjóðkunnur kanadískur rithöfundur, Steven Galloway að nafni, hafði kennt „creative writing“ (skapandi skrif) við góðan orðstír við háskólann. Frægasta bók hans, The Cellist of Sarajevo (2008), varð alþjóðleg metsölubók. Allt í einu spurðist það út, að hann hefði verið rekinn, fyrirvaralaust. „Óbrúanlegur trúnaðarbrestur,“ sagði rektor háskólans, Martha Piper. En smám saman spurðist það út, að hinn skapandi rithöfundur væri sakaður um nauðgun. Hann átti að hafa nauðgað nemanda sínum. Rektor, og samstarfskonur hennar í deild skapandi lista, voru lofsungnar í fjölmiðlum fyrir að hafa rekið hann. Svona eiga sýslumenn að vera, var sagt. „Zero tolerance“ – ekkert umburðarlyndi – gagnvart ofbeldi gegn konum. Konurnar sem réðu lögum og lofum í Háskólanum í British Columbia voru sagðar vera öðrum til fyrirmyndar. Sökudólgurinn sætti allsherjar fordæmingu. Bækur hans voru fjarlægðar úr hillum bókaverslana. Líka af bókasöfnunum. Honum var úthýst úr akademíunni. Hann var samkvæmt helstu álitsgjöfum og virtum fjölmiðlum orðinn „óalandi og óferjandi“ í siðaðra manna samfélagi. Einstaka hjáróma raddir sungu ekki með í kórnum. Tveir fyrrum samstarfsmenn hins fordæmda voru tregir til að trúa áburðinum. Þeir spurðu sjálfa sig og aðra óþægilegra spurninga. Þeir spurðust fyrir um málsatvik. Þeir heimtuðu gögn. Spurðu hvar og hvenær? En stjórn UBC vísaði áleitnum spurningum á bug. Þær þögguðu niður efasemdaraddir. Þær sögðu, að svona tal bæri vott um lítilsvirðingu á konum. Eins og að konum væri ekki treystandi í svona málum. Dæmigert fyrir karlaveldið. Smám saman fóru að heyrast raddir um að jafnvel hinn fordæmdi ætti sinn rétt: „Guilty because accused“ – að ákæran jafngilti sekt – meintur þolandi hafi alltaf rétt fyrir sér – stæðist varla mannréttindakröfur í réttarríki. „Condemnation without trial“ – dæmdur án réttarhalds – væri varla nógu gott heldur. Þar kom, að virtur hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi dómari í Hæstarétti Kanada, Mary Ellen Boyd, var beðin að rannsaka málið. Hún tók sér góðan tíma. Aflaði gagna. Hafði uppi á vitnum og stýrði vitnaleiðslum. Rannsakaði málið ofan í kjölinn. Niðurstaðan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti: „Not guilty“.Hinn fordæmdi var saklaus. Það var engin nauðgun. Kona, sem hafði haldið við kvæntan mann, laug þessu upp til að klekkja á honum. Sumir notuðu orðið „réttarmorð“. En þeir voru minntir á, að það var ekkert réttarhald. Brottrekstur mannsins var geðþóttaákvörðun „utan við lög og rétt – án dóms og laga. Konur, sem sumar hverjar böðuðu sig í sviðsljósi #metoo-hreyfingarinnar, höfðu í nafni kvenréttinda brotið mannréttindi á saklausum manni. Þetta var „réttarmorð“. En utan við lög og rétt. Þær höfðu tekið sér ráðningarvald, ritskoðunarvald og sjálft dómsvaldið. Allt í nafni þess að „þolandinn“ hefði alltaf rétt fyrir sér. Samt ekki „þolandinn“ í þessu tilviki. Eftir algera útskúfun úr samfélaginu og linnulaust níð í fjölmiðlum mánuðum saman varð niðurstaðan að lokum sú, að háskólanum var gert að borga Galloway 167 þúsund Kanadadollara í miskabætur (um 20 millur ísl.). En hverju var hann bættari? Líf hans var í rúst. Hann lýsti því svona með eigin orðum: „Það vill enginn gefa út verkin mín. Dyr háskólanna standa mér lokaðar. Við skrimtum á tekjum konunnar. Ég á ekki lengur fyrir skuldum. Gjaldþrot blasir við. Þeir segja, að ég hafi unnið móralskan sigur. En það er sannkallaður „phyrrosarsigur“. Vinni ég annan slíkan, væri mér öllum lokið. Ofsækjendur mínir standa að vísu afhjúpaðir sem siðlaust hyski. En hverju er ég bættari? Líf mitt er í rúst. Ég vakna upp við sjálfsmorðsáráttu á hverjum morgni“. Og hann bætir við: „Ég vaknaði upp einn daginn í alræðisríki, þar sem (tilhæfulaus) ásökun jafngildir sök. Útlægur úr mannlegu samfélagi.“ Þetta mál hefur klofið #metoo-hreyfinguna og akademíska samfélagið í Kanada í tvær andstæðar fylkingar. Með eða móti réttarríkinu. Málið er orðið hápólitískt. Það snýst ekki bara um kvenréttindi. Það snýst um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Baldvin Hannibalsson MeToo Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú er svo komið, að öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Við megum ekki láta þeim takast það. Reynum að læra af öðrum, t.d. af eftirfarandi dæmisögu frá Kanada. Þetta byrjaði allt saman í University of British Columbia (UBC). Þjóðkunnur kanadískur rithöfundur, Steven Galloway að nafni, hafði kennt „creative writing“ (skapandi skrif) við góðan orðstír við háskólann. Frægasta bók hans, The Cellist of Sarajevo (2008), varð alþjóðleg metsölubók. Allt í einu spurðist það út, að hann hefði verið rekinn, fyrirvaralaust. „Óbrúanlegur trúnaðarbrestur,“ sagði rektor háskólans, Martha Piper. En smám saman spurðist það út, að hinn skapandi rithöfundur væri sakaður um nauðgun. Hann átti að hafa nauðgað nemanda sínum. Rektor, og samstarfskonur hennar í deild skapandi lista, voru lofsungnar í fjölmiðlum fyrir að hafa rekið hann. Svona eiga sýslumenn að vera, var sagt. „Zero tolerance“ – ekkert umburðarlyndi – gagnvart ofbeldi gegn konum. Konurnar sem réðu lögum og lofum í Háskólanum í British Columbia voru sagðar vera öðrum til fyrirmyndar. Sökudólgurinn sætti allsherjar fordæmingu. Bækur hans voru fjarlægðar úr hillum bókaverslana. Líka af bókasöfnunum. Honum var úthýst úr akademíunni. Hann var samkvæmt helstu álitsgjöfum og virtum fjölmiðlum orðinn „óalandi og óferjandi“ í siðaðra manna samfélagi. Einstaka hjáróma raddir sungu ekki með í kórnum. Tveir fyrrum samstarfsmenn hins fordæmda voru tregir til að trúa áburðinum. Þeir spurðu sjálfa sig og aðra óþægilegra spurninga. Þeir spurðust fyrir um málsatvik. Þeir heimtuðu gögn. Spurðu hvar og hvenær? En stjórn UBC vísaði áleitnum spurningum á bug. Þær þögguðu niður efasemdaraddir. Þær sögðu, að svona tal bæri vott um lítilsvirðingu á konum. Eins og að konum væri ekki treystandi í svona málum. Dæmigert fyrir karlaveldið. Smám saman fóru að heyrast raddir um að jafnvel hinn fordæmdi ætti sinn rétt: „Guilty because accused“ – að ákæran jafngilti sekt – meintur þolandi hafi alltaf rétt fyrir sér – stæðist varla mannréttindakröfur í réttarríki. „Condemnation without trial“ – dæmdur án réttarhalds – væri varla nógu gott heldur. Þar kom, að virtur hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi dómari í Hæstarétti Kanada, Mary Ellen Boyd, var beðin að rannsaka málið. Hún tók sér góðan tíma. Aflaði gagna. Hafði uppi á vitnum og stýrði vitnaleiðslum. Rannsakaði málið ofan í kjölinn. Niðurstaðan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti: „Not guilty“.Hinn fordæmdi var saklaus. Það var engin nauðgun. Kona, sem hafði haldið við kvæntan mann, laug þessu upp til að klekkja á honum. Sumir notuðu orðið „réttarmorð“. En þeir voru minntir á, að það var ekkert réttarhald. Brottrekstur mannsins var geðþóttaákvörðun „utan við lög og rétt – án dóms og laga. Konur, sem sumar hverjar böðuðu sig í sviðsljósi #metoo-hreyfingarinnar, höfðu í nafni kvenréttinda brotið mannréttindi á saklausum manni. Þetta var „réttarmorð“. En utan við lög og rétt. Þær höfðu tekið sér ráðningarvald, ritskoðunarvald og sjálft dómsvaldið. Allt í nafni þess að „þolandinn“ hefði alltaf rétt fyrir sér. Samt ekki „þolandinn“ í þessu tilviki. Eftir algera útskúfun úr samfélaginu og linnulaust níð í fjölmiðlum mánuðum saman varð niðurstaðan að lokum sú, að háskólanum var gert að borga Galloway 167 þúsund Kanadadollara í miskabætur (um 20 millur ísl.). En hverju var hann bættari? Líf hans var í rúst. Hann lýsti því svona með eigin orðum: „Það vill enginn gefa út verkin mín. Dyr háskólanna standa mér lokaðar. Við skrimtum á tekjum konunnar. Ég á ekki lengur fyrir skuldum. Gjaldþrot blasir við. Þeir segja, að ég hafi unnið móralskan sigur. En það er sannkallaður „phyrrosarsigur“. Vinni ég annan slíkan, væri mér öllum lokið. Ofsækjendur mínir standa að vísu afhjúpaðir sem siðlaust hyski. En hverju er ég bættari? Líf mitt er í rúst. Ég vakna upp við sjálfsmorðsáráttu á hverjum morgni“. Og hann bætir við: „Ég vaknaði upp einn daginn í alræðisríki, þar sem (tilhæfulaus) ásökun jafngildir sök. Útlægur úr mannlegu samfélagi.“ Þetta mál hefur klofið #metoo-hreyfinguna og akademíska samfélagið í Kanada í tvær andstæðar fylkingar. Með eða móti réttarríkinu. Málið er orðið hápólitískt. Það snýst ekki bara um kvenréttindi. Það snýst um mannréttindi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar