Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2019 10:20 Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, ætlar að halda sínum hlut en SalMar var að auka sinn hlut um sem nemur 2,5 milljörðum íslenskra króna. Fréttablaðið/Stefán Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira
Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira
Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00
Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45
Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54