Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 14:15 Pavel Ermolinskij mun klæðast rauðu næsta vetur vísir Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis. Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis.
Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira