Björn og Sveinn Óttar Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Óttar Guðmundsson Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun