Plastið flutt til útlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:30 Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun