Plastið flutt til útlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:30 Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun