Kyndilberar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 07:30 Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun