Kettir Kolbeinn Marteinsson skrifar 13. júní 2019 08:15 Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun