Pálmatré Óttar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun