Betra LÍN strax - stúdentar þurfa líka að lifa af Elsa María Guðlaugs Drífudóttir skrifar 30. janúar 2019 11:19 LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta hafa uppá síðkastið gengið fram í herferð um eitt helsta sameiginlega baráttumál stúdenta: LÍN - Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kröfur stúdenta eru skýrar og ganga út á aukna framfærslu og hækkað frítekjumark. Þessar kröfur byggja á því að sjóðurinn þjóni sínu upprunalega hlutverki sem félagslegur jöfnunarsjóður sem tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. LÍN þjónar því miður ekki lengur þessu hlutverki og stúdentar hafa fyrir vikið þurft að grípa til annarra ráða við að framfleyta sér. Stúdentar fá lánað frá LÍN fyrir 96% af reiknaðri framfærsluþörf sinni. Þetta þýðir að stúdent í leigu- eða eigin húsnæði fær um 184 þúsund krónur á mánuði. Framfærsla stúdenta er tæplega 100 þúsund krónum lægri en grunnatvinnuleysisbætur og um 120 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. Þar sem einungis er lánað fyrir níu mánuðum á ári og ekki fullri framfærslu er gert ráð fyrir því að stúdentar vinni sér til tekna til að brúa bilið og framfleyta sér yfir sumarmánuðina. Þar kemur frítekjumarkið til sögunnar, stúdentar geta þénað 930 þúsund krónur á ári, fyrir skatt, án þess að framfærslulán þeirra skerðist. Fari innkoman hins vegar yfir þá upphæð þá skerðist hver króna sem LÍN lánar um 45% fyrir hverja krónu sem stúdentinn vinnur sér inn umfram frítekjumarkið. Þetta eru réttmætar kröfur og það er ánægjulegt að heyra að bæði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir sem og stjórnarformaður LÍN, Eygló Harðardóttir vilji koma til móts við stúdenta. Það sem vonbrigðum veldur er tregi til tryggingar um þessar breytingar. Það er auðvelt að halda aftur af breytingum á þeim grundvelli að ekki sé svigrúm til hækkana, en það er augljóst á þeim afgangi sem Lánasjóðurinn skilar á ársgrundvelli, sem hleypur á milljörðum að svigrúmið er til staðar og þess vegna er óumflýjanlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hinn svokallaði rammi til breytinga þarf að vera jafn þröngur og sagt er. Það er líka augljóst á mikilli hlutfallslegri fækkun lánþega, sem er um þriðjungur á meðan að háskólanemum fækkar um minna en 5%, að stúdentar gera sér grein fyrir því að sjóðurinn starfar ekki lengur í þeirra þágu. Slík tölfræði ætti að valda þeim sem hafa ákvörðunarvaldið og ábyrgðina áhyggjum. Það er nauðsynlegt að sjá þessar breytingar ganga fram í dag og stúdentar eru ekki tilbúnir til þess að bíða eftir því að nýtt lánasjóðskerfi líti dagsins ljós. Reynslan hefur ekki verið gjöful hvað breytingar á lögum LÍN varðar og þess vegna er mikilvægt að grípa tækifærið sem nú gefst með nýjum úthlutunarreglum. Það er pólitísk ákvörðun að rétta kjör stúdenta í samræmi við aðra samfélagshópa, eða láta þá áfram sitja eftir með óásættanleg kjör. LÍS krefjast þess að betra LÍN líti dagsins ljós strax. Stúdentar eiga að mega þrífast en ekki neyðast til þess að þrauka í gegnum námsárin. Þeir eiga að geta bæði lært og lifað á meðan námi stendur. Þegar persónulegur vöxtur, tækifæri til þess að efla kunnáttu, visku og framlag til sívaxandi og fjölbreytilegs samfélags eiga að vera í forgrunni, ekki baráttan við að lifa af.Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. 28. janúar 2019 11:45 Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. 25. janúar 2019 08:59 Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta hafa uppá síðkastið gengið fram í herferð um eitt helsta sameiginlega baráttumál stúdenta: LÍN - Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kröfur stúdenta eru skýrar og ganga út á aukna framfærslu og hækkað frítekjumark. Þessar kröfur byggja á því að sjóðurinn þjóni sínu upprunalega hlutverki sem félagslegur jöfnunarsjóður sem tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. LÍN þjónar því miður ekki lengur þessu hlutverki og stúdentar hafa fyrir vikið þurft að grípa til annarra ráða við að framfleyta sér. Stúdentar fá lánað frá LÍN fyrir 96% af reiknaðri framfærsluþörf sinni. Þetta þýðir að stúdent í leigu- eða eigin húsnæði fær um 184 þúsund krónur á mánuði. Framfærsla stúdenta er tæplega 100 þúsund krónum lægri en grunnatvinnuleysisbætur og um 120 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. Þar sem einungis er lánað fyrir níu mánuðum á ári og ekki fullri framfærslu er gert ráð fyrir því að stúdentar vinni sér til tekna til að brúa bilið og framfleyta sér yfir sumarmánuðina. Þar kemur frítekjumarkið til sögunnar, stúdentar geta þénað 930 þúsund krónur á ári, fyrir skatt, án þess að framfærslulán þeirra skerðist. Fari innkoman hins vegar yfir þá upphæð þá skerðist hver króna sem LÍN lánar um 45% fyrir hverja krónu sem stúdentinn vinnur sér inn umfram frítekjumarkið. Þetta eru réttmætar kröfur og það er ánægjulegt að heyra að bæði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir sem og stjórnarformaður LÍN, Eygló Harðardóttir vilji koma til móts við stúdenta. Það sem vonbrigðum veldur er tregi til tryggingar um þessar breytingar. Það er auðvelt að halda aftur af breytingum á þeim grundvelli að ekki sé svigrúm til hækkana, en það er augljóst á þeim afgangi sem Lánasjóðurinn skilar á ársgrundvelli, sem hleypur á milljörðum að svigrúmið er til staðar og þess vegna er óumflýjanlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hinn svokallaði rammi til breytinga þarf að vera jafn þröngur og sagt er. Það er líka augljóst á mikilli hlutfallslegri fækkun lánþega, sem er um þriðjungur á meðan að háskólanemum fækkar um minna en 5%, að stúdentar gera sér grein fyrir því að sjóðurinn starfar ekki lengur í þeirra þágu. Slík tölfræði ætti að valda þeim sem hafa ákvörðunarvaldið og ábyrgðina áhyggjum. Það er nauðsynlegt að sjá þessar breytingar ganga fram í dag og stúdentar eru ekki tilbúnir til þess að bíða eftir því að nýtt lánasjóðskerfi líti dagsins ljós. Reynslan hefur ekki verið gjöful hvað breytingar á lögum LÍN varðar og þess vegna er mikilvægt að grípa tækifærið sem nú gefst með nýjum úthlutunarreglum. Það er pólitísk ákvörðun að rétta kjör stúdenta í samræmi við aðra samfélagshópa, eða láta þá áfram sitja eftir með óásættanleg kjör. LÍS krefjast þess að betra LÍN líti dagsins ljós strax. Stúdentar eiga að mega þrífast en ekki neyðast til þess að þrauka í gegnum námsárin. Þeir eiga að geta bæði lært og lifað á meðan námi stendur. Þegar persónulegur vöxtur, tækifæri til þess að efla kunnáttu, visku og framlag til sívaxandi og fjölbreytilegs samfélags eiga að vera í forgrunni, ekki baráttan við að lifa af.Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. 28. janúar 2019 11:45
Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. 25. janúar 2019 08:59
Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun