Landþörf samgangna í Reykjavík Hilmar Þór Björnsson skrifar 10. október 2019 22:00 Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun