Eitt leyfisbréf - allir tapa Unnar Þór Bachmann skrifar 14. maí 2019 10:15 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar