Hvað gerum við nú? Lárus S. Lárusson skrifar 17. nóvember 2019 18:37 Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun