Þar mættust úrvalslið leikmanna sem léku undir stjórn Alfreðs hjá Kiel og svo gamlar kempur sem léku hjá honum á árum áður.
Meðal leikmanna sem tóku þátt í leiknum má nefna Ólaf Stefánsson, Aron Pálmarsson og Róbert Gunnarsson.
Alfreð stýrði Kiel í ellefu ár (2008-19). Undir hans stjórn varð liðið sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar og EHF-bikarinn einu sinni.
Kveðjuleikur Alfreðs hófst klukkan 17:15 en hægt var að sjá hann í beinni útsendingu hér fyrir neðan.