Um nauðsyn orkustefnu Logi Már Einarsson skrifar 18. júlí 2019 07:00 Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Logi Einarsson Orkumál Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun