Sviðsljóssfíklar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2019 07:45 Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun